Quantcast
Channel: Bókmenntaborgin » Fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 65

Ós – Fjölmála samfélag rithöfunda

$
0
0

Nýr grasrótarhópur skálda af ólíkum uppruna

Hópur kvenna sem tók þátt í fjölmála ritsmiðju Bókmenntaborgarinnar með Angelu Rawlings fyrr á þessu ári hefur stofnað nýtt samfélag rithöfunda í Reykjavík. Það hefur fengið nafnið Ós. Markmið þessa grasrótarfélags er að skapa vettvang fyrir rithöfunda og skáld á Íslandi með ólíkan bakgrunn hvað varðar upprunaland og tungumál. Ós stefnir að því að koma þessum höfundum á framfæri, bæði á prenti og með viðburðum. Í hópnum eru nú nokkrar konur af íslenskum og erlendum uppruna. Bókmenntaborgin hefur frá upphafi lagt áherslu á fjölmenningu í starfsemi sinni og það er mikið ánægjuefni að sjá þennan nýja sprota í bókmenntaflóru borgarinnar líta dagsins ljós.

Fyrsti viðburðurinn sem Ós kemur að er bókmenntadagskrá á Loft hosteli í Bankastræti 7 laugardaginn 25. júlí. Þar munu tvær skáldkonur úr hópnum lesa upp, þær Ewa Marcinek og Randi Stebbins. Þær koma fram með kanadíska skáldinu Gregory Betts sem á nú leið um Reykjavík. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Óss eru hvattir til að mæta á viðburðinn á Loft hosteli því þar gefst tækifæri til að spjalla við konurnar. Anna Valdís Kro mun stýra dagskránni en hún er líka ein af Óskonum.

PLUNDERVERSE: Reading 101

Dagskráin á Loft hosteli, PLUNDERVERSE, Reading 101, fer fram á kaffihúsinu / barnum á 4. hæð. Hún stendur frá kl. 14 – 16 og eru allir hjartanlega velkomnir.

GREGORY BETTS

Gregory er ljóðskáld, ritstjóri, fræðimaður og prófessor. Hann fæddist í Vancouver, ólst upp í Toronto en býr nú og starfar í St. Catharines. Hann hefur sent frá sér sjö ljóðabækur: If Language (BookThug, 2005), Haikube (BookThug, 2006), The Others Raised in Me (Pedlar Press, 2009), Psychic Geographies and Other Topics (Quattro Press, 2010; einnig fáanlega sem rafbók), The Obvious Flap (BookThug, 2011), This is Importance (Wolsak & Wynn, 2013), og Boycott (Make Now Books, 2014).

Í ljóðum sínum og öðrum skrifum kannar Gregory og endurhugsar kanadíska framúrstefnu í bókmenntum, eins og kemur m.a. fram í bók hans, Avant-Garde Canadian Literature: The Early Manifestations (University of Toronto Press, 2013). Gregory er forstöðumaður Centre for Canadian Studies við Brock University þar sem hann er einnig Chancellor’s Chair for Research Excellence.

Randi Stebbins Ewa Marcinek Gregory Betts Anna Valdís Kro

RANDI STEBBINS

Randi er rithöfundur og ljóðskáld. Að hætti hins dæmigerða Bandaríkjamanns hefur hún oft flust á milli staða en hún hefur átt heima á Íslandi frá 2014. Ólík tungumál, fjölbreyttur starfsferill og ólík lönd hafa mótað það hvernig Randi lítur á heiminn og orðin. Skrifin eru hennar nýjasta ævintýri. Þar styðst hún við ferðalög í fortíð, veruleika dagsins og vinda framtíðar.

EWA MARCINEK

Ewa er rithöfundur og ljóðskáld frá Póllandi. Hún hefur búið á Íslandi í tvö ár. Ewa leikur sér að ólíkum tungumálum í skrifum sínum, en einnig ólíkum uppskriftum, menningarheimum og landafræði.

Sjá viðburðinn PLUNDERVERSE á Facebook

 

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 65