Hagþenkir hefur úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa fyrir árið 2015. Að þessu sinni hljóta 29 höfundar styrki til að vinna að 27 verkefnum. Hæstu styrkirnir nema 600.000 krónum og er þeim úthlutað til tólf verkefna. Þrettán verkefni hljóta 400.00 og tvö 300.000 kr. Einn höfundur hlýtur handritastyrk að upphæð kr. 200.000. Alls bárust 86 umsóknir.
Meðal verkefna sem hljóta styrk í ár eru bók um íslenska dægurlagatónlist, rannsókn á klámi, bók um rímnahefðina og Kvæðamannafélagið Iðunni, hvernig kenna má málfræði með aðferðum leiklistar og brot úr bókmenntasögu frá 1920 til nútímans með skáldlegu ívafi.
Úthlutunarnefnd Hagþenkis er sem fyrr skipuð þremur félagsmönnum til tveggja ára í senn. Úthlutunarnefnd árið 2015 skipuðu Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Kolbrún S. Hjaltadóttir kennsluráðgjafi og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir kynjafræðingur.
Eftirtaldir höfundar og verkefni hljóta styrk:
Arnar Eggert Thoroddsen
Icelandic Pop: Its place and peculiarities
Kr. 600.000
Axel Kristinsson
Hnignun, hvaða hnignun?
Kr. 600.000
Gylfi Ólafsson
Hagnýt heilsuhagfræði
Kr. 600.000
Halldóra Arnardóttir
Listir og menning sem hluti af meðferð við Alzheimer: íslensk söfn
Kr. 600.000
Hörður Kristinsson
Fléttuhandbókin
Kr.600.000
Jón K. Þorvarðarson
Kennslubókaröð í stærðfræði
Kr. 600.000
Kristín Svava Tómasdóttir
Stund klámsins
Kr. 600.000
Ragnheiður Ólafsdóttir
Áhrif Kvæðamannafélagsins Iðunnar á rímnahefðina
Kr. 600.000
Ragnhildur Sigurðardóttir
Sjálfbærni landnýtingar í Mývatnssveit 1700-1950
Kr. 600.000
Rannveig Þorkelsdóttir og Ása Helga Ragnardóttir
Læsi, lestur og listir; að kenna málfræði með aðferðum leiklistar
Kr. 600.000
Sólveig Einarsdóttir og Elinborg Ragnarsdóttir
Skáld skrifa þér – Brot úr bókmenntasögu með skáldlegu ívafi – 1920 til nútímann
Kr. 600.000
Vilhelm Vilhelmsson
Sáttabók Miðfjarðarsáttaumdæmi
Kr. 600.000
Árni Daníel Júlíusson
Sustainability or catastrophe? Society and economy in Hörgárdal in the 13th-14th century
Kr. 400.000
Björg Árnadóttir
Lake Mývatn – People and places
Kr. 400.000
Björg Hjartardóttir
Lesið í Freyju
Kr.400.000
Guðmundur Sæmundsson
Íþróttir á Íslandi, menning og siðferði
Kr. 400.000
Haraldur Sigurðsson
Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld
Kr. 400.000
Jón Árni Friðjónsson
Sögukennslubækur og tíðarandi
Kr. 400.000
Ragnhildur Bjarnadóttir
Starfstengd leiðsögn
Kr. 400.000
Rósa Rut Þórisdóttir
Hvítabjarnkomur til Íslands fyrr og síðar
Kr. 400.000
Sigurrós Þorgrímsdóttir
Vakið
Kr. 400.000
Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum
Kr. 400.000
Sverrir Tómasson
Pipraðir páfuglar
Kr. 400.000
Una Margrét Jónsdóttir
Gullöld revíunnar
Kr. 400.000
Þorleifur Friðriksson
Evrópskar hulduþjóðir
Kr. 400.000
Bjarki Karlsson
Bragsaga
Kr. 300.000
Jóna Valborg Árnadóttir
Glatað fé eða fundið? Miðaldra og eldra fólk í starfi
Kr. 300.000
Úthlutun til starfsstyrks til fræðslu- og heimildamyndar:
Ásdís Thoroddsen
Þjóðbúningurinn
Kr. 200.000