Auglýst eftir umsóknum
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna útgáfu myndríkra bóka. Styrkirnir eru ætlaðir til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur til birtingar í bókinni. Þeir eru aðgerð í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar í fjölbreyttu formi.
Í umsókn skulu koma fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu. Einng verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Styrkirnir eru veittir vegna bóka sem koma út á árinu 2016 eða í ársbyrjun 2017.
Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir.
Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknir berist í síðasta lagi í dagslok mánudaginn 2. maí.