Quantcast
Channel: Bókmenntaborgin » Fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 65

Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni UNESCO

$
0
0

Árið 2002 staðfesti UNESCO að þann 21. maí ár hvert skyldi vakin athygli á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni sem er sameiginleg arfleifð mannkyns og að hlúa bera að henni og varðveita í þágu allra manna. Í tilefni dagsins mun Borgarbókasafnið og Reykjavík Bókmennta beina sjónum að menningarlegri fjölbreytni í sinni víðustu mynd og standa fyrir fjölbreyttri og skapandi dagskrá í Menningarhúsinu Grófinni þar sem verður varpað ljósi á mismunandi raddir og tungumál borgarbúa á öllum aldri. Hér er ekki endilega átt við þjóðtungur heldur leitum við eftir fjölbreyttum orðaforða og tungutaki og fjölbreyttum tjáningarleiðum og boðskiptum.

Dagskráin á Alþjóðdegi menningarlegrar fjölbreytni fimmtudaginn 21.5 er eftirfarandi:

Kl. 11.00-11.45
„HÆ GÓÐAN DAG“
Fjöltyngdur söngur og dans
RAUÐHETTA Á FRÖNSKU
Börn á leikskólanum Laufásborg sýna hvernig
þau leika og læra
á frönsku. Sólveig Simha býður upp á
stutta kennslustund í frönsku fyrir öll
áhugasöm börn.
Kl. 12.45-14.00
TÓNLISTARATRIÐI
6. bekkur Landakotsskóla spilar tvö lög
á stafspil undir stjórn Nönnu Hlífar
Ingvadóttur.
MENNINGARMÓT
4. og 6. bekkingar Landakotsskóla bjóða
gestum og gangandi að fá innsýn í fjölbreytta
menningarheima þeirra. Markmið Menningarmótsins
er að sýna að fjölbreytt menning,
áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt
menningarlegt litróf í samfélaginu öllu.
Kl. 15.00-15.30
TAKTUR OG TÁKNMÁL
Töfrandi taktveisla þar sem má upplifa ljóð
eftir börnin, útfærð með takti og á táknmáli.
Veislan er í boði frístundamiðstöðvarinnar
Kamps.
í Borgarbókasafninu
fimmtudaginn 21. maí

Image result for ljóðaslamm
Kl. 16.00-17.30
CAFÉ LINGUA |
SNIÐUG MÁLSNIÐ OG „LINGÓ“
„Hnífaparið“ Halldóra Líney Finnsdóttir og Hekla Baldursdóttir, vinningshafar á
Ljóðaslammi 2015, stíga á stokk með atriðið Gervisykrað samfélag.
Hugvekjur:
Áslaug Ýr Hjartardóttir, menntaskólanemi,
fjallar um ólíkar raddir og mismunandi
tjáningarform.
Brandur Karlsson sýnir gestum hvernig hann
stýrir tölvu til tjáningar með augunum.

Opnar smiðjur þar sem gestum býðst að spreyta sig á klippiljóðagerð, ræða við málfarsráðunaut, fræðast um Spanglish og fleira.

Athugið að dagskráliðir yfir daginn höfða til mismunandi aldurshópa. Allir eru velkomnir!

Á Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni verður tilkynnt hvaða skólar séu orðnir formlegir Menningarmótsskólar skólaárið 2014/15

Dagskráin er samstarf Borgarbókasafns við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, frístundamiðstöðina Kamp, Landakotsskóla, Skóla- og frístundasvið og málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 65