Fjölbreytt dagskrá frá 20. apríl til mánaðarmóta
Vika bókarinnar er haldin hátíðleg í ár frá miðvikudeginum 20. apríl. Hápunktur vikunnar er alþjóðlegur dagur bókarinnar þann 23. apríl, sem er auk þess fæðingardagur Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Laxness og dánardagur stórskáldanna Shakespeares og Cervantesar. Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda verða borin í hús um allt land í upphafi vikunnar og þar geta lesendur kynnt sér þá blómlegu flóru íslenskra bókmennta sem birtist okkur nú á vordögum.
Fjölmargir viðburðir eru haldnir á bókasöfnum, kaffihúsum, skólum og víðar í tilefni viku bókarinnar og hér höfum við safnað saman upplýsingum um þá sem við höfum vitneskju um. Hér fyrir neðan má sjá viðburði sem fara fram á tímabilinu 20. apríl til loka mánaðarins.
Við tökum við upplýsingum um fleiri viðburði, hvar sem er á landinu, í netfanginu bokmenntaborgin@reykjavik.is.
ÖLL VIKAN
![Vorbókatíðindi 2016]()
Kynnið ykkur Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda í rafrænni útgáfu.
Borgarbókafn Reykjavíkur
![Borgarbókasafn lógó]()
Þema Borgarbókasafns í viku bókarinnar er ævisögur og skáldævisögur. Gestir safnanna geta skrifað niður þann ævisögutitil sem þeim þykir hæfa sér best og deilt með öðrum gestum. Ævisögum verður einnig stillt út og hægt að skoða fjöldann allan af bókakápum með ævisagnaþema. Á Facebooksíðum safnanna verður hægt að fylgjast með fyndnum og furðulegum ævisögutitlum.
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL – SÍÐASTI VETRARDAGUR
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
![Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar]()
Tilkynnt verður hvaða þrjár bækur hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn, en þau taka við af Barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og íslensku myndskreytiverðlaununum Dimmalimm. Veitt eru verðlaun fyrir bók frumsamda á íslensku, fyrir þýðingu á erlendri barnabók og fyrir myndskreytingu í íslenskri barnabók.
Verðlaunabækurnar verða kynntar hér á vefnum síðdegis þann 20. apríl.
Bókasafnið á Myrká
Borgarsögusafn Reykjavíkur – Árbæjarsafn. Kl. 10-13
![Bókasafnið á myrka]()
Bókasafnið á Myrká er væntanleg vefsíða og hlaðvarp fyrir börn til að vekja áhuga þeirra á lestri í gegnum hrollvekjur og draugasögur. Bókavörðurinn á Myrká, Markús Már Efraím, tekur á móti skólahópum í draugasögustundir með leikhljóðum á baðstofulofti Árbæjarsafns.
Á dagskrá Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.
Bóka þarf heimsóknir, sjá nánar hér
Vorið er komið
Verslunarmiðstöðin Kringlan, Reykjavík. Kl. 13-13:30
![Vorið er komið]()
Nemendur í Háaleitisskóla bjóða gestum Kringlunnar upp á ljóðalestur, marimbuleik og söng. Börnin hafa unnið með örsögur og vísur sem tengjast vorinu í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík og verða verk þeirra hengd á hurðarhúna í hverfi skólans. Íbúar í Háaleitishverfi mega því eiga von á góðum glaðningi.
Á dagskrá Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.
Áður en Íslendingar féllu fyrir Prins Polo
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Kjarvalsstaðir. Kl. 16
![Storytelling Lab for Young Adults]()
Opnun á sýningu á textum og ljósmyndum íslenskra og pólskra ungmenna. Nemendur í 9. og 10. bekk Landakotsskóla hafa í vetur unnið með jafnöldrum sínum í Wroclaw í Póllandi í verkefninu Storytelling Lab for Young Adults.
Á opnuninni, sem er öllum opin, lesa unglingar upp úr verkum sínum, nemendur úr Landakotsskóla flytja tónlist og boðið verður upp á veitingar. Sýningin stendur til 24. apríl.
Sjá nánar
Heimspekikaffi – Staðalímyndir og borgaravitund
Menningarhúsið Gerðuberg. Kl. 20-22
![Hugskot-5-vefur (2)]()
Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttur, höfundar bókarinnar Hugskots sem er nýkomin út, verða með heimspekikaffi í kaffihúsi Gerðubergs. Þau munu m.a. fjalla um staðalímyndir og borgaravitund á skemmtilegan og lifandi hátt.
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
Sjá nánar
FIMMTUDAGUR 21. APRÍL – SUMARDAGURINN FYRSTI
Dýróður
Ráðhús Reykjavíkur. Kl. 13:00-15:00
![Dýróður]()
Á sumardaginn fyrsta verður boðið upp á ritsmiðju í Ráðhúsinu með Kött Grá Pjé og starfsmönnum frístundaheimila Kamps. Einnig verður sýning á sögum, ljóðum og myndskreytingum barna við eigin ævintýri, sem þau hafa unnið í ritsmiðjum. Viðfangsefnið er óður til dýra.
Ráðhúsið verður opið frá kl. 12:00-18:00 á sumardaginn fyrsta.
Á dagskrá Barnamenningarhátíðar í Reykjavík.
Bókasafnið á Myrká
Borgarsögusafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn. Kl. 14-14:30
![Bókasafnið á myrka]()
Hrollvekjandi sögustund á lofti Kornhússins. Bókavörðurinn af Myrká og ristjóri bókarinnar Eitthvað illt á leiðinni er, Markús Már Efraím, flytur draugasögur og hrollvekjur. Dagskráin er hugsuð fyrir 6-10 ára börn en er öllum opin.
Bókaútgáfan Sæmundur fagnar sumri
Bókakaffið á Selfossi. Kl. 15:00-18:00
![Hermann_stefánsson]()
Rithöfundahópur útgáfunnar 1005, sönghópurinn Lóurnar og Bókaútgáfan Sæmundur efna til menningarhátíðar í Bókakaffinu á Selfossi á sumardaginn fyrsta. Hátíðin er hluti af dagskrá Vors í Árborg og er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Meðal dagskrárliða er upplestur höfunda 1005 tímaritaútgáfu og fer Hermann Stefánsson fyrir hópnum. Aðrir höfundar eru m.a. Halldóra Thoroddsen, Eiríkur Guðmundsson, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Jón Karl Helgason.
Sjá nánar
Bókasafnið á Myrká
Borgarsögusafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn. Kl. 15-15:30
![Bókasafnið á myrka]()
Hrollvekjandi sögustund á lofti Kornhússins. Bókavörðurinn af Myrká og ristjóri bókarinnar Eitthvað illt á leiðinni er flytur draugasögur og hrollvekjur. Dagskráin er hugsuð fyrir 6-10 ára börn en er öllum opin.
Bókaverðlaun barnanna
Borgarbókasafn, Grófarhúsi. Kl. 16:30-18:00
![Bokaverðlaun barnanna]()
Ár hvert velja 6 til 15 ára börn á Íslandi uppáhaldsbækurnar sínar með kosningu sem fer fram á heimasíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Jón Víðis töframaður afhendir verðlaunin á sumardaginn fyrsta og fremur nokkur vel valin og viðeigandi töfrabrögð. Nokkur börn sem tóku þátt í kosningunni fá einnig viðurkenningu.
Kaka, kaffi og djús á eftir.
Sjá nánar
Sumarútgáfa Meðgönguljóða
Mengi, Óðinsgötu 2 Reykjavík. Kl. 20:00
![Meðgönguljóðabækur]()
Bókaforlagið Partus fagnar sumri með útkomu þriggja nýrra ljóðabóka í seríu Meðgönguljóða. Bækurnar eru Greitt í liljum eftir Elías Knörr, Gáttatif eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Draumar á þvottasnúru eftir Þorvald S. Helgason.
Útgáfunni verður fagnað á sumardaginn fyrsta.
Sjá nánar
FÖSTUDAGUR 22. APRÍL
Skrímslaleikrit
Borgarbókasafnið Gerðubergi. Kl. 10:30-11:30
![Skrímslasýning]()
Þrettán börn úr 1.bekk Hólabrekkuskóla sýna leikrit unnið upp úr skrímslabókum Áslaugar Jónsdóttur. Börnin hafa unnið sýninguna í smiðjum með Ólöfu Sverrisdóttur. Áherslan er á tilfinningar og atriðum og uppákomum úr bókunum blandað saman. Þetta er síðasta sýningarhelgi sýningarinnar „Skrímslin bjóða heim“ í Gerðubergi en henni lýkur 24.apríl.
Sjá nánar
Inn á græna skóga – Snorri Hjartarson
Þjóðarbóklaðan. Kl. 16
![Snorri Hjartarson]()
Opnun á sýningu á ljóðum Snorra Hjartarsonar. Frú Vigdís Finnbogadóttir opnar sýninguna og flutt verður dagskrá til heiðurs skáldinu. Um leið verður fagnað 3. útgáfu Forlagsins á Kvæðasafni Snorra.
Sjá nánar
Tunglkvöld IX
Loft hostel, Bankastræti 7. Kl. 20:30
![Tunglbækur]()
Forlagið Tunglið stendur fyrir Tunglkvöldi í tilefni útgáfu tveggja nýrra bóka en þær eru eins og jafnan hjá þessu forlagi kynntar undir fullu tungli. Bækurnar eru „Sönn saga – lygasaga“ eftir Lúkíanos frá Samósata í þýðingu Þórðar Sævars Jónssonar og „Lególand – leiðarvísir“ eftir Andra Snæ Magnason.
Upplestrar, ávörp og gjörningar undir fullu tungli á Loft hosteli í Bankastræti, 4. hæð.
LAUGARDAGUR 23. APRÍL – DAGUR BÓKARINNAR
Einhver Ekkineinsdóttir – Upplestur og sögusmiðja
Norræna húsið, barnahellir, kl. 13-16
![Ekkineinsdottir]()
Upplestur, sögusmiðja og klippimyndagerð fyrir 7 – 12 ára börn í tilefni útgáfu Einhverrar Ekkineinsdóttur, fyrstu eistnesku barnabókarinnar sem gefin er út á íslensku. Umsjónarmenn smiðjunnar eru höfundur bókarinnar og myndskreytir, Kätlin Kaldmaa og Marge Nelk. Lemme Linda Saukas Olafsdottir les upp úr þýðingu sinni. Viðburðurinn er á vegum Bókstafs og Barnamenningarhátíðar.
Sjá nánar
Kubbað af kappi
Bókasafn Kópavogs, kl. 13:00
![LEGO]()
Á Bókasafni Kópavogs fást bækur um fjölbreytt málefni – til dæmis um LEGO-byggingar. Á degi bókarinnar verður viðfangsefni þeirra bóka tekið fyrir, en LEGO-sérfræðingurinn Jóhann Breiðfjörð mun mæta með rúm 100 kíló af tæknilegói í fjölskyldustund á safninu í Hamraborg kl. 13. Hann mun kenna gestum allt um tannhjól, mótora og möguleikana sem búa í tækni-LEGOi. Jóhann þekkir málefnið vel þvi hann starfaði um árabil sem hönnuður og ráðgjafi hjá LEGO.
Smiðjan er hugsuð fyrir gesti á aldrinum 6-13 ára. Hafi einhverjir yngri hug á að sækja hana er því beint til þeirra að hafa með sér eldri fylgdarmenn.
Framúrskarandi rit kynnt
Borgarbókasafn, Grófarhús. Kl. 13:30-15:30
![Viðurkenning Hagþenkis_tilnefningar]()
Höfundar rita sem tilnefnd eru til Viðurkenningar Hagþenkis kynna bækur sínar. Höfundarnir halda stutt erindi um bækur sínar, en þar kennir margra grasa og er þetta tilvalinn vettvangur til að fá innsýn í bækur um ólík efni, svo sem stríðsárin á Íslandi, stórhvalaveiðar, landnámsfólk, Þórberg Þórðarson, frásagnir kvenna af fóstureyðingum og fleira.
Sjá nánar
Ljóðskáld bjóða til stofu
Bókasafn Kópavogs Kl. 14:00
![Bókasafn Kópavogs]()
Úrvalsskáld úr Ritlistarhópi Kópavogs bjóða til húslesturs í setustofunni í Hamraborg klukkan 14 þar sem lesin verða sýnishorn af spriklandi ferskri samtímaljóðlist. Ritlistarhópur Kópavogs hefur verið starfandi í ríflega 20 ár og hafa skáldin sem hann mynda gefið út fjórar ljóðabækur og lesið upp á ótöldum samkomum.
Sjá nánar
Magnús og Malaika leysa málið
Borgarbókasafnið Gerðubergi. Kl. 14:30-15:30
![vonbedon_heimasida]()
Von be don er bók fyrir börn um orð og tungumál. Henni er ætlað að vekja börn til vitundar um tilvist tungumála og kraftinn sem felst í orðum, hvernig hægt er að segja hluti á marga vegu á mörgum tungumálum.
Höfundar bókarinnar, þær Bergljót Baldursdóttir og Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, og börn frá samtökunum Móðurmál lesa úr bókinni. Hún er rituð á íslensku, en allir drekar í heiminum munu skilja hana.
Prjónað við sagnaeldinn
Bókasafn Kópavogs. Kl. 15:00
![Prjónakaffi]()
Sérstakur hátíðarfundur Prjónaklúbbs Bókasafns Kópavogs verður haldinn í Hamraborg kl. 15:00 þar sem boðið verður upp á kex, kaffi og skemmtilega hljóðbók. Í prjónaklúbbnum hittist fólk, skiptist á ráðleggingum og nýtur þess að sinna áhugamálinu sínu í skemmtilegum félagsskap. Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.
Stakur kvenmannskór, leðja og leyndarmál í tímans rás!
Bókmenntalegt barsvar
Stúdentakjallarinn, Háskóla Íslands. Kl. 21:00
![Timaskekkjur]()
Barsvar (pub-quiz) í umsjón höfunda og ritstjóra bókarinnar Tímaskekkjur, sem er væntanleg frá nemendum í ritlist og útgáfu við HÍ. í Heiðursbörn dagsins, Shakespeare og Laxness, verða ekki langt undan og vegleg verðlaun í boði.
Sjá nánar
SUNNUDAGUR 24. APRÍL
Kveðjuhóf litla og stóra skrímslis
Menningarhúsið Gerðubergi. Kl. 13:30-16:00
![kvedjuveisla_Skrimslanna]()
Á síðasta degi Barnamenningarhátíðar verður veislustemning og skemmtilegar uppákomur fyrir fjölskylduna í menningarhúsinu Gerðubergi því þessi sunnudagur er líka lokadagur upplifunarsýningarinnar Skrímslin bjóða heim og sýningarinnar Þetta vilja börnin sjá. Áslaug Jónsdóttir les fyrir börnin og fleira verður á dagskrá.
Sjá nánar
Spjall um handrit – Landnáma
Landnámssögur – Arfur í orðum, Aðalstræti 16. Kl. 14:00-14:30
![Handrit]()
Guðrún Ása Grímsdóttir spjallar um Landnámabók. Dagskráin fer fram á sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum sem er sýning á handritum úr fórum Árnastofnunar á Landnámssýningu Borgarsögusafns Reykjavíkur í Aðalstræti.
Allir eru velkomnir, frítt inn.
Sjá nánar
Ljóðakvöld Hispursmeyjanna
Loft hostel, Bankastræti. Kl. 21:00
![Ljóðakvöld]()
Þriðja ljóðakvöld Hispursmeyjanna verður haldið á Loft hosteli, en þetta eru mánaðarleg ljóðakvöld sem Vigdís Ósk Howser skipuleggur. Í þetta sinn stíga fram þær Marinella Arnórsdóttir, Kolfinna Kristófersdóttir, Megan Auður Grímsdóttir, Þórhildur Dagbjört, Bergþóra Einarsdóttir, Laufey Soffía, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Solveig Pálsdóttir og Anni Ólafsdóttir.
Sjá nánar
MÁNUDAGUR 25. APRIL
Að skálda (í) söguna. Ástin, drekinn og Auður djúpúðga
Borgarbókasafnið, Spönginni. Kl. 17:15-18:00
![Vilborg Davíðsdótti]()
Vilborg Davíðsdóttir segir frá skrifum sínum um Auði djúpúðgu í máli og myndum og einnig nýjustu bók sinni, Ástin, drekinn og dauðinn, sem kom út í fyrra. Dagkskráin er hluti af viðburðaröðinni Í leiðinni, sem bókasafnið í Spönginni stendur fyrir mánaðarlega.
Sjá nánar
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL
Halldór Laxness á ensku
Kaffislippur, Icelandair Hotel Reykjavík Marina. Kl. 16:30-17:30
![Halldór Laxness]()
Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur spjallar um Halldór Laxness, en fæðingardagur hans er 23. apríl, alþjóðlegur dagur bókarinnar. Jón Yngvi mun fjalla um verk Nóbelsskáldsins og stöðu Halldórs innan íslenskra bókmennta auk þess sem hann les stutt brot úr völdum verkum.
Dagskráin fer fram á ensku.
Sjá nánar
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL
Sumri fagnað
Bókasafn Seltjarnarness. Kl. 17:30
![Bergrún Íris Sævarsdóttir]()
Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og myndskreytir, spjallar um sumarið og vináttuna og les upp úr bók sinni Sjáðu mig sumar. Einnig verður flutt tónlist.
Við sama tækifæri veita Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness börnum verðlaun fyrir að taka þátt í að kjósa bækur til Bókaverðlauna barnanna.
Sjá nánar
Mínímalískur lífsstíll – Bókakynning
Bókasafn Reykjanesbæjar. Kl. 19:30
![Áslaug Guðrúnardóttir]()
Áslaug Guðrúnardóttir kynnir bók sína Mínímalískur lífsstíll sem kom út í fyrra. Hún hefur notið mikilla vinsælda. Áslaug veitir innsýn í hugmyndafræðina og segir skemmtilegar og persónulegar sögur af reynslu sinni af minimalískum lífsstíl.
Allir eru velkomnir
Sjá nánar
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL
Enginn venjulegur lesandi
Borgarbókasafnið Kringlunni. Kl. 17:00
![Guðrún Ásmundsdóttir]()
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona kynnir bókina Enginn venjulegur lesandi eftir Alan Bennet. Kynningin fer fram í bókabílnum Höfðingja við safnið og verður Guðrún í gervi Englandsdrottingar.
Sjá nánar
Gagnrýni og gaman – opinn kynningarfundur
Laugalækjarskóli, Leirulæk 2. Kl. 17-19
![Jón_Thoroddsen]()
Jón Thoroddsen, lífsleiknikennari og heimspekingur, heldur opinn kynningarfund um nýútkomna bók sína Gagnrýni og gaman: samræður og spurningalist. Dagskráin fer fram í sal Laugalækjarskóla.
Gagnrýni og gaman er bók ætluð kennurum, foreldrum og öðrum sem hafa áhuga á að þróa með sér spurningalist og efla þannig sjálfstraust og sjálfstæða hugsun barna og unglinga.
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
Sjá nánar
LAUGARDAGUR 30. APRÍL
Sögustund með Höllu Karen
Bókasafn Reykjanesbæjar. Kl. 11:30
![Sögustund]()
Halla Karen kemur í bókasafnið og les og syngur fyrir börn og foreldra í notalegri sögustund. Hún tekur fyrir gömul ævintýri, lög og kvæði og gefur þeim nýtt líf með leiklestri og söng.